Innlent

Aðstandendurnir ætla sjálfir að rannsaka dauðsfallið

Mennirnir voru á þessum bíl kvöldið örlagaríka.
Mennirnir voru á þessum bíl kvöldið örlagaríka.
Ríkissaksóknari hefur lokið athugun á erindi aðstandenda tveggja manna sem fundust látnir í Daníelsslipp við Mýrargötu í Reykjavík í mars árið 1985. Aðstandendurnir mannanna segja niðurstöðuna yfirklór og ætla að hefja sína eigin rannsókn.

Aðstandendurnir hafa lengi sagt að ýmislegt hafi verið athugavert við rannsóknina eins og hún var framkvæmd á sínum tíma. Hún ber öll þess merki að lögreglan hafi frá upphafi gefið sér að þeir Einar og Sturla hafi framið sjálfsvíg. Aðstandendur þeirra hafa hins vegar aldrei viljað trúa því og hafa bent á gögn því til stuðnings.

Þess vegna var því fagnað þegar ríkissaksóknari ákvað eftir áralanga baráttu aðstandenda að láta kanna ýmsa þætti rannsóknarinnar.

Nú er þeirri athugun lokið og niðurstaðan er í meginatriðum þessi. Ragnar og Sturla sviptu sig lífi og engin ástæða er til að skoða nánar upphaflegu lögreglurannsóknina eins og aðstandendur vildu. Þeir eru ekki sáttir við niðurstöðuna.

„Okkar finnst þessi niðurstaða sem ríkissaksóknari er að koma með vera yfirklór og ekki það er ekki tekið á því sem við viljum að tekið sé á," segir Ævar Agnarsson, bróðir Einars.

Aðstandendur ætla því að hefja eigin rannsókn og safna saman öllum þeim upplýsingum sem þau segja að lögregla hafi hunsað.


Tengdar fréttir

Rannsókn á Daníelsslippsmáli lokið - niðurstöður óbreyttar

Ríkissaksóknari hefur lokið athugun á erindi aðstandenda tveggja manna sem fundust látnir í Daníelsslipp við Mýrargötu í Reykjavík í mars árið 1985. Höfðu ættingjar mannanna krafist þess með bréfi til ríkissaksóknara í nóvember í fyrra að fram færi rannsókn á andláti þeirra og viðbrögðum embættis ríkislögreglustjóra eftir að aðstandendur hófu athugun sína á málavöxtum, eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×