Innlent

Læknir ætlar í mál við ríkið vegna uppsagnar

Stjórn sjúkrahússins á Akureyri beitir starfsfólk sitt ofbeldi, segir forstöðumaður dagdeildar á geðsviði sjúkrahússins. Hann ætlar í skaðabótamál við ríkið, vegna meintrar ólöglegrar uppsagnar.

Við Skólastíg hefur verið rekin dagdeild geðdeildar á Akureyri. En rétt fyrir áramót var ákveðið í hagræðingarskyni að loka deildinni og sameina hana göngudeild. Átta manns var sagt upp, þar á meðal Kristjáni Jósteinsstni forstöðumanni. Hann telur að með því hafi ríkið framið lögbrot.

Alls eiga að sparast 17 milljónir við þessa svokölluðu hagræðingu en forstöðumaður deildarinnar telur að sparnaðurinn verði enginn. Hann segir að sú ákvörðun að leggja niður deildina sé illa ígrunduð og stórtjón verði að óbreyttu á andlegum högum sjúklinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×