Myndum kosningabandalag Davíð Stefánsson skrifar 5. mars 2009 06:00 Þótt Guðmundur Andri Thorsson gangi ansi langt í að verja gjörðir Ingibjargar Sólrúnar í pistli sínum í Fréttablaðinu mánudaginn 2. mars sl. snertir hann á mjög mikilvægri umræðu – æskilegu kosningabandalagi Samfylkingar og VG. Engum dylst að efnahagshrunið kom að okkur frá hægri hliðinni og að rætur þess er ekki hægt að rekja til vinstri stefnu í nokkrum einasta skilningi. Einmitt þess vegna er mjög áríðandi að vinstri flokkarnir – VG og Samfylking – myndi stjórn eftir kosningar. Þetta er sögulegt tækifæri sem verður að grípa. Einstaklingar úr öllum flokkum virðast sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi nauðsynlega á fríi að halda og kominn sé tími á nýjar áherslur í stjórn landsins. Margir gamlir kunningjar mínir, íhaldssamir og helbláir til margra ára, taka líka undir þetta sjónarmið. Þeir líta svo á að sitt lið þurfi að fara í æfingabúðir, læra nýjar leikaðferðir og finna aftur kjarnann sinn. Þann tón má líka greina í drögum að skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Slíkri endurskoðun ber auðvitað að fagna. Stjórnmálaflokkur byggir á samspili margra ólíkra þátta. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkinn rekið af eigin leið síðustu árin og í ofanálag hafa flokksmenn hans blindast af leiðtogadýrkun og ofurtrú á kapítalíska hugmyndafræði. Núna súpum við öll biturt seyðið af því. En nóg um hægrimennsku og afleiðingar hennar: Við þurfum af öllu hjarta að snúa samfélaginu aftur í átt að vinstrinu að jöfnuði og félagshyggju. Fyrir slíkum gildum munu aðeins tveir flokkar berjast: VG og Samfylkingin. Megi þeir sameinast í sterku og afgerandi kosningabandalagi til að íslensku samfélagi gefist færi á að sleikja sín djúpu sár og ná skjótum bata. Núna óska kjósendur eftir skýrum línum í stjórnmálum. Stígum heillaskrefið og gerum opinbert kosningabandalag.Höfundur er bókmenntafræðingur og býður sig fram í forvali VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þótt Guðmundur Andri Thorsson gangi ansi langt í að verja gjörðir Ingibjargar Sólrúnar í pistli sínum í Fréttablaðinu mánudaginn 2. mars sl. snertir hann á mjög mikilvægri umræðu – æskilegu kosningabandalagi Samfylkingar og VG. Engum dylst að efnahagshrunið kom að okkur frá hægri hliðinni og að rætur þess er ekki hægt að rekja til vinstri stefnu í nokkrum einasta skilningi. Einmitt þess vegna er mjög áríðandi að vinstri flokkarnir – VG og Samfylking – myndi stjórn eftir kosningar. Þetta er sögulegt tækifæri sem verður að grípa. Einstaklingar úr öllum flokkum virðast sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi nauðsynlega á fríi að halda og kominn sé tími á nýjar áherslur í stjórn landsins. Margir gamlir kunningjar mínir, íhaldssamir og helbláir til margra ára, taka líka undir þetta sjónarmið. Þeir líta svo á að sitt lið þurfi að fara í æfingabúðir, læra nýjar leikaðferðir og finna aftur kjarnann sinn. Þann tón má líka greina í drögum að skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Slíkri endurskoðun ber auðvitað að fagna. Stjórnmálaflokkur byggir á samspili margra ólíkra þátta. Því miður hefur Sjálfstæðisflokkinn rekið af eigin leið síðustu árin og í ofanálag hafa flokksmenn hans blindast af leiðtogadýrkun og ofurtrú á kapítalíska hugmyndafræði. Núna súpum við öll biturt seyðið af því. En nóg um hægrimennsku og afleiðingar hennar: Við þurfum af öllu hjarta að snúa samfélaginu aftur í átt að vinstrinu að jöfnuði og félagshyggju. Fyrir slíkum gildum munu aðeins tveir flokkar berjast: VG og Samfylkingin. Megi þeir sameinast í sterku og afgerandi kosningabandalagi til að íslensku samfélagi gefist færi á að sleikja sín djúpu sár og ná skjótum bata. Núna óska kjósendur eftir skýrum línum í stjórnmálum. Stígum heillaskrefið og gerum opinbert kosningabandalag.Höfundur er bókmenntafræðingur og býður sig fram í forvali VG í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar