Yoko og Sean tróðu óvænt upp 10. október 2009 19:44 Yoko Ono og sonur hennar Sean Lennon tróðu óvænt upp á minningartónleikum um John Lennon í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. "Come Together" söng John Lennon með Bítlunum á sínum tíma og gamli Pelikaninn Jón Ólafsson bassaleikari tók það lag með tilþrifum á minningartónleikum um Lennon í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Fólk tók Lennon á orðinu og kom saman því fjölmennt var á þessum frítónleikum sem Yoko Ono gaf Íslendingum í afmælisgjöf á fæðingardegi eiginmannsins og sonarins Sean Lennon í gær. Fyrr um kvöldið hafði Yoko tendrað á friðarsúlunni með fyrirskipun frá útsýnisherbergi Nordica hótelsins, en ófært var til Viðeyjar vegna veðurs. Í viðtali við Andreu Jónsdóttur í beinni útsendingu á Rás tvö upplýsti Yoko að gígur sem myndaðist á tunglinu í gær þegar eldflaug var hrapað þar til að kanna hvort vatn væri á tunglinu, hafi verið skýrður Friður, til heiðurs John Lennon. Lennon er því kominn til tunglsins. Margir góðir listamenn tróðu upp á tónleikunum í gær, meðal annarra hinn ungi og hæfileikaríki Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Og að sjálfsögðu var frægasta lag Lennons, Imagine spilað. Magnús Kjartansson lék það á píanó og söng af mikilli innlifun og salurinn kveikti á kveikjurum og ekkjan Yoko fylgdist með upp á svölum og komst við. Gestirnir voru alls grunlausir þegar BH var að syngja síðasta lag tónleikana að óvæntir gestir myndu stíga á svið á afmælisdegi Lennons og Sean. Öllum að óvörum steig drottningin sjálf á svið með öllum þeim söngvurum sem sungið höfðu fyrr um kvöldið og sonurinn og afmælisbarnið Sean settist við trommurnar. Hljóðnemi Seans klikkaði svo hann gat ekki sungið aðalrödd föður síns í laginu en Helgi Björnsson hljóp fagmannlega í skarðið og salurinn tók vel undir. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Yoko Ono og sonur hennar Sean Lennon tróðu óvænt upp á minningartónleikum um John Lennon í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. "Come Together" söng John Lennon með Bítlunum á sínum tíma og gamli Pelikaninn Jón Ólafsson bassaleikari tók það lag með tilþrifum á minningartónleikum um Lennon í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Fólk tók Lennon á orðinu og kom saman því fjölmennt var á þessum frítónleikum sem Yoko Ono gaf Íslendingum í afmælisgjöf á fæðingardegi eiginmannsins og sonarins Sean Lennon í gær. Fyrr um kvöldið hafði Yoko tendrað á friðarsúlunni með fyrirskipun frá útsýnisherbergi Nordica hótelsins, en ófært var til Viðeyjar vegna veðurs. Í viðtali við Andreu Jónsdóttur í beinni útsendingu á Rás tvö upplýsti Yoko að gígur sem myndaðist á tunglinu í gær þegar eldflaug var hrapað þar til að kanna hvort vatn væri á tunglinu, hafi verið skýrður Friður, til heiðurs John Lennon. Lennon er því kominn til tunglsins. Margir góðir listamenn tróðu upp á tónleikunum í gær, meðal annarra hinn ungi og hæfileikaríki Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Og að sjálfsögðu var frægasta lag Lennons, Imagine spilað. Magnús Kjartansson lék það á píanó og söng af mikilli innlifun og salurinn kveikti á kveikjurum og ekkjan Yoko fylgdist með upp á svölum og komst við. Gestirnir voru alls grunlausir þegar BH var að syngja síðasta lag tónleikana að óvæntir gestir myndu stíga á svið á afmælisdegi Lennons og Sean. Öllum að óvörum steig drottningin sjálf á svið með öllum þeim söngvurum sem sungið höfðu fyrr um kvöldið og sonurinn og afmælisbarnið Sean settist við trommurnar. Hljóðnemi Seans klikkaði svo hann gat ekki sungið aðalrödd föður síns í laginu en Helgi Björnsson hljóp fagmannlega í skarðið og salurinn tók vel undir.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira