Lífið

Rokkað fyrir Hljóðstofu

Mammút Spilar til styrktar hljóðversstrákum í kvöld.
Mammút Spilar til styrktar hljóðversstrákum í kvöld.

Níu hljómsveitir koma fram á Grand rokk í kvöld. Þær ætla að rokka til stuðnings nýju hljóðveri. Það heitir Hljóðstofan og Jóhann Rúnar Þorgeirsson og Friðrik Helgason reka það í sameiningu.

„Við kynntumst í S.A.E (School of Audio Engineering) í London en þar hafa margir Íslendingar stundað nám síðustu árin, eins og Mugison og Biggi í Sundlauginni," segir Friðik. „Við erum að koma hljóðverinu upp núna og þessir fjáröflunartónleikar eru hugsaðir til að komast áleiðis að settu marki. Hugmyndin hjá okkur er að gefa böndum tíma og rými í stúdíóinu og við verðleggjum okkur mjög sanngjarnt, myndi ég segja. Við erum með húsnæði í Hafnarfirði og höfum verið að dunda við þetta síðan um áramót."

Böndin sem koma fram eru flest verðandi viðskiptavinir Hljóðstofunnar. „Við erum svona að sanka að okkur ungum og spennandi böndum til að vinna með," segir Friðrik. Dagskráin hefst klukkan rúmlega átta og stendur yfir langt fram á nótt. Böndin sem spila eru í þessari röð: Gunnar Jónsson Collider, Shogun, DLX ATX, Bob, Sudden Weather Change, Caterpillarmen, Swords of Chaos, Cliff Claven og Mammút. Miðaverð er þúsund krónur.- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.