Innlent

Fékk fyrir hjartað í miðri ökuferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferðaróhapp varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á ellefta tímanum í kvöld. Svo virðist sem eldri maður hafi fengið fyrir hjartað á miðri ökuferð og við það ekið á nærstaddar bifreiðar. Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á staðinn og fluttu hann á spítala. Ekki er vitað um líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×