Innlent

Meintir mansalsmenn í gæsluvarðhaldi út desember

Fimm menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fimm menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað fimm karlmenn af erlendu bergi brotnu í gæsluvarðhald til 30. desember. Mennirnir eru meðal annars grunaðir um að hafa ætlað að þvinga unga konu í vændi sem kom hingað til lands frá Litháen í október.

Rannsókn málsins er lokið og fer ríkissaksóknari nú yfir það. Málið er umfangsmikið og flókið að sögn lögregluyfirvalda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×