Djúpa laugin snýr aftur á næsta ári 26. október 2009 07:00 Stefnumótaþátturinn Djúpa laugin hefur göngu sína á nýjan leik á næsta ári. Ekki er útilokað að Dóra Takefusa snúi aftur í Djúpu laugina. „Við munum 100% fara í endurgerð á Djúpu lauginni,“ segir Kristjana Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins. Á næsta ári hefur stefnumótaþátturinn Djúpa laugin göngu sína á ný eftir fimm ára hlé. Þetta varð ljóst eftir að áhorfendur stöðvarinnar völdu Djúpu laugina þann þátt sem þeir vildu helst að yrði endurgerður. „Það er svo mikið af skemmtilegum þáttum sem hafa verið á Skjáeinum og við fáum oft fyrirspurnir hvort við ætlum að sýna þá aftur. Við ákváðum að velja nokkra þætti og leyfa áhorfendum að velja,“ segir Kristjana en valið var tilkynnt í tíu ára afmælisþætti stöðvarinnar. Kristjana er mjög spennt fyrir endurgerðinni enda voru þættirnir vinsælir á sínum tíma. „Þeir voru á föstudagskvöldum og fólk horfði mikið á þetta áður en það fór út á djammið. Það voru margir forvitnir um það hverjir voru að koma í þáttinn.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort Djúpa laugin verði áfram á föstudagskvöldum og einnig er óvíst hverjir verða þáttastjórnendur. Kristjana útilokar ekki að Dóra Takefusa og Mariko Margrét Ragnarsdóttir sem stjórnuðu þættinum fyrst snúi aftur í sjónvarpið. „Það kemur alveg til greina og það væri mjög gaman en þær búa báðar erlendis. Við fengum Dóru til að koma í upprifjunarþættina og mér fannst þeir takast mjög vel.“ Hún bætir við að þegar séu komnar umsóknir um stöðu þáttastjórnanda þó svo að hún hafi ekki verið auglýst, sem endurspegli þann mikla áhuga sem fólk hafi á Djúpu lauginni. Skjáreinn breytist í áskriftarsjónvarp á næstunni og hafa viðbrögðin verið góð að mati Kristjönu. „Við vissum að það myndi koma mótbyr en viðtökurnar eru bara góðar. Við bjuggumst eiginlega við meiri mótbyr.“ - fb Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Við munum 100% fara í endurgerð á Djúpu lauginni,“ segir Kristjana Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins. Á næsta ári hefur stefnumótaþátturinn Djúpa laugin göngu sína á ný eftir fimm ára hlé. Þetta varð ljóst eftir að áhorfendur stöðvarinnar völdu Djúpu laugina þann þátt sem þeir vildu helst að yrði endurgerður. „Það er svo mikið af skemmtilegum þáttum sem hafa verið á Skjáeinum og við fáum oft fyrirspurnir hvort við ætlum að sýna þá aftur. Við ákváðum að velja nokkra þætti og leyfa áhorfendum að velja,“ segir Kristjana en valið var tilkynnt í tíu ára afmælisþætti stöðvarinnar. Kristjana er mjög spennt fyrir endurgerðinni enda voru þættirnir vinsælir á sínum tíma. „Þeir voru á föstudagskvöldum og fólk horfði mikið á þetta áður en það fór út á djammið. Það voru margir forvitnir um það hverjir voru að koma í þáttinn.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort Djúpa laugin verði áfram á föstudagskvöldum og einnig er óvíst hverjir verða þáttastjórnendur. Kristjana útilokar ekki að Dóra Takefusa og Mariko Margrét Ragnarsdóttir sem stjórnuðu þættinum fyrst snúi aftur í sjónvarpið. „Það kemur alveg til greina og það væri mjög gaman en þær búa báðar erlendis. Við fengum Dóru til að koma í upprifjunarþættina og mér fannst þeir takast mjög vel.“ Hún bætir við að þegar séu komnar umsóknir um stöðu þáttastjórnanda þó svo að hún hafi ekki verið auglýst, sem endurspegli þann mikla áhuga sem fólk hafi á Djúpu lauginni. Skjáreinn breytist í áskriftarsjónvarp á næstunni og hafa viðbrögðin verið góð að mati Kristjönu. „Við vissum að það myndi koma mótbyr en viðtökurnar eru bara góðar. Við bjuggumst eiginlega við meiri mótbyr.“ - fb
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira