Erlent

Vill atvinnuleysisbætur í lengri tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jim McDermott vill breyta lögum um atvinnuleysisbætur. Mynd/ AFP.
Jim McDermott vill breyta lögum um atvinnuleysisbætur. Mynd/ AFP.
Þrátt fyrir spár um að samdrátturinn í Bandaríkjunum sé á undanhaldi mun fulltrúadeild Bandaríkjaþings ræða í vikunni lagafrumvarp sem kveður á um fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í lengri tíma en nú er.

Um 300 þúsund manns eru atvinnulausir, búa í fylkjum þar sem atvinnuleysi er meira en 8,5% og verða án atvinnuleysisbóta í lok september ef lögum verður ekki breytt. Það er þetta fólk sem Jim McDermott, fulltrúi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, vill koma til hjálpar. Það var hann sem lagði frumvarpið fram.

McDermott segir að langtímaatvinnuleysi sé að aukast. Fólk víðsvegar að úr Bandaríkjunum hringi í sig til að segja sér að það finni ekki atvinnu ári eftir að það missir vinnuna. Því þurfi að lengja þann tíma sem fólk á rétt á atvinnuleysisbótum. Miðað við núverandi löggjöf getur fólk fengið atvinnuleysisbætur í 16 vikur frá flestum fylkjum í Bandaríkjunum og 53 vikur frá ríkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×