Nýsköpun varðar veginn 5. nóvember 2009 06:00 Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar