Frímann seldur til DR 2 2. desember 2009 06:00 Gunnar Hansson, skapari Frímanns, lýsir Frank sem miklum snillingi. Gunnar heimsótti Frank fyrir skemmstu, sá uppistands-sýninguna hans á Jótlandi og fór á smá pöbbarölt í Hortense. F65011209 Frímann og Sjónvarpsþáttaröð um ólíkindatólið og sjónvarpsmanninn Frímann Gunnarsson hefur verið seld til danska ríkissjónvarpsins og verður væntanlega sýnd á DR 2 þegar fram líða stundir. Þetta staðfesti skapari Frímanns, Gunnar Hansson, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar segir aðrar stöðvar á Norðurlöndunum fylgjast grannt með gangi mála, þær séu í það minnsta spenntar fyrir þessu sérstaka verkefni. „Þetta lítur allt saman vel út og við höfum heyrt af því að þeim þyki þetta vera mjög spennandi,“ segir Gunnar. Það sem gerir þetta enn merkilegra er að þáttaröðin er ekki tilbúin sem gefur kannski ágætis mynd af því hversu spennandi þetta verkefni er. Gunnar og leikstjóri þáttanna, Ragnar Hansson, heimsóttu til að mynda Frank Kvam í Danmörku fyrir tveimur vikum en þetta var í annað sinn sem svona „undirbúningsfundur“ er haldinn. Fyrsti fundurinn var haldin í maí. Eiginlega tökur á þeim kafla hefjast nefnilega ekki fyrr en í janúar. „Við vildum ná honum á sviði með áhorfendum í sal og fórum að sjá alveg frábæra uppistands- sýningu í Hortense á Jótlandi,“ segir Gunnar og bætir því við að hann hafi hlegið sig máttlausan yfir inngangi að flestum bröndurum Franks. „En svo kom „punch-línan“ og allir hlógu nema ég. Mjög sérstakt,“ segir Gunnar og veit ekki alveg hvernig hann á lýsa þessari tilfinningu. Hann var þó ákaflega ánægður með þennan fund. „Við vorum svona aðeins að þreifa á hvor öðrum. Því þó þetta sé alveg fyrirfram ákveðið þá er þetta líka spuni og við vorum svona aðeins að fikra okkur áfram,“ útskýrir Gunnar sem á varla nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikill húmoristi Frank sé. „Hann er bara algjör snillingur.“ Og Gunnar segist hafa áttað sig á því hversu stór stjarna Frank er í Danmörku þegar þeir fóru á smá pöbbarölt eftir sýninguna. „Fólk snéri sig næstum úr hálsliðnum þegar hann gekk inn og þótt þetta hafi verið stutt heimsókn þá var hún alveg skelfilega skemmtileg.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröð um ólíkindatólið og sjónvarpsmanninn Frímann Gunnarsson hefur verið seld til danska ríkissjónvarpsins og verður væntanlega sýnd á DR 2 þegar fram líða stundir. Þetta staðfesti skapari Frímanns, Gunnar Hansson, í samtali við Fréttablaðið. Gunnar segir aðrar stöðvar á Norðurlöndunum fylgjast grannt með gangi mála, þær séu í það minnsta spenntar fyrir þessu sérstaka verkefni. „Þetta lítur allt saman vel út og við höfum heyrt af því að þeim þyki þetta vera mjög spennandi,“ segir Gunnar. Það sem gerir þetta enn merkilegra er að þáttaröðin er ekki tilbúin sem gefur kannski ágætis mynd af því hversu spennandi þetta verkefni er. Gunnar og leikstjóri þáttanna, Ragnar Hansson, heimsóttu til að mynda Frank Kvam í Danmörku fyrir tveimur vikum en þetta var í annað sinn sem svona „undirbúningsfundur“ er haldinn. Fyrsti fundurinn var haldin í maí. Eiginlega tökur á þeim kafla hefjast nefnilega ekki fyrr en í janúar. „Við vildum ná honum á sviði með áhorfendum í sal og fórum að sjá alveg frábæra uppistands- sýningu í Hortense á Jótlandi,“ segir Gunnar og bætir því við að hann hafi hlegið sig máttlausan yfir inngangi að flestum bröndurum Franks. „En svo kom „punch-línan“ og allir hlógu nema ég. Mjög sérstakt,“ segir Gunnar og veit ekki alveg hvernig hann á lýsa þessari tilfinningu. Hann var þó ákaflega ánægður með þennan fund. „Við vorum svona aðeins að þreifa á hvor öðrum. Því þó þetta sé alveg fyrirfram ákveðið þá er þetta líka spuni og við vorum svona aðeins að fikra okkur áfram,“ útskýrir Gunnar sem á varla nógu sterk orð til að lýsa því hversu mikill húmoristi Frank sé. „Hann er bara algjör snillingur.“ Og Gunnar segist hafa áttað sig á því hversu stór stjarna Frank er í Danmörku þegar þeir fóru á smá pöbbarölt eftir sýninguna. „Fólk snéri sig næstum úr hálsliðnum þegar hann gekk inn og þótt þetta hafi verið stutt heimsókn þá var hún alveg skelfilega skemmtileg.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira