Erlent

BBC dregur úr kynlífi og blótsyrðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mark Thompson, útvarpsstjóri BBC.
Mark Thompson, útvarpsstjóri BBC.

Breska ríkisútvarpið BBC hyggst beygja sig fyrir vilja meirihluta sjónvarpsáhorfenda og draga verulega úr sjónvarpsefni sem inniheldur ljótan munnsöfnuð eða er kynferðislegt eftir klukkan níu á kvöldin. Fyrri stefna BBC fól í sér að forðast að sýna slíkt efni fyrr en eftir klukkan níu en könnun sem náði til 2.700 manns leiddi í ljós að breskir sjónvarpsnotendur telja almennt of mikið um blótsyrði og kynlífstengt efni í sjónvarpinu á kvöldin. Voru yngri áhorfendur engin undantekning þar og almennt sammála hinum eldri um að margt af því sem BBC sýndi á kvöldin væri ekki við hæfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×