Lífið

Colin Firth leikur homma

colin firth Firth leikur homma í fyrstu bíómynd Toms Ford, A Single Man.
colin firth Firth leikur homma í fyrstu bíómynd Toms Ford, A Single Man.

Bretinn Colin Firth leikur homma í fyrstu kvikmynd tískugúrúsins Toms Ford, sem áður var hönnuður hjá Gucci. Myndin nefnist A Single Man. Með hitt aðalhlutverkið fer Julianne Moore.

Firth leikur George, prófessor á sextugsaldri, sem hefur nýlega misst kærasta sinn til langs tíma í bílslysi. „Ég vissi ekki mikið um Tom þrátt fyrir að ég hafði hitt hann nokkrum sinnum," sagði Firth. „Eftir að ég talaði við hann komst ég að því að þetta var ekki bara eitthvað hégómlegt verkefni fyrir tískuhönnuð." Firth kyssir mótleikara sinn Matthew Good í myndinni en kippir sér lítið upp við það. „Það að persónan mín sé samkynhneigð finnst mér ekki skipta miklu máli. Tom var ekkert upptekinn af því. Við erum heldur ekki fyrstu mennirnir sem kyssast á hvíta tjaldinu og Matthew stóð sig líka vel," sagði hann.

Julianne Moore segir að Tom Ford hafi verið ákaflega flottur á tökustað, enda með gríðarlega mikið tískuvit. „Hann lítur alltaf frábærlega út. Hann klæðist svörtum jakkafötum og hvítri skyrtu og er alltaf jafnmyndarlegur," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.