Telja óþarft að kjósa um aðildarviðræður 2. janúar 2009 05:30 Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Evrópumál Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að þjóðin fái ekki aðeins að kjósa um mögulega aðild að Evrópusambandinu, heldur einnig um það hvort gengið skuli til aðildarviðræðna. Formenn Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar úr báðum stjórnarflokkum telja það ónauðsynlegt. Geir viðraði þessa skoðun sína í áramótaávarpi sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. Þar sagði hann sjálfgefið að þjóðin fengi að kjósa um aðild, en í ljósi alvöru og mikilvægis málsins kæmi það einnig til greina að ríkisstjórnin fengi umboð frá þjóðinni til að ganga til viðræðna. „Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu.“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar formanna Evrópunefndarinnar, ritaði grein í Fréttablaðið um miðjan desember ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu að Ísland hefði aðildarviðræður við Evrópusambandið og síðan yrði kosið um aðild. Illugi tekur þó ekki illa í hugmynd Geirs. „Ef mönnum finnst betra að fá sérstakt umboð til að fara í viðræðurnar þá geri ég engar athugasemdir við það, en í sjálfu sér held ég að það sé engin sérstök nauðsyn á því. Hin leiðin er hreinlegri af því að þá erum við að kjósa um eitthvað sem við vitum hvað er.“ Hann telur að allt sem geti aukið sátt um málið sé af hinu góða, en aðalatriðið sé að þjóðin fái að taka ákvörðunina. „En ég tel að atkvæðagreiðslan sem skiptir raunverulega máli í þessu verði þegar við greiðum atkvæði með eða á móti svona samningi,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og hinn formaður Evrópunefndarinnar, fagnar því að Geir skuli ganga lengra en hann hefur áður gert. „En ég bind vonir við að landsfundur Sjálfstæðisflokksins komist að meira afgerandi niðurstöðu. Mér finnst miklu skynsamlegra að við förum ekki í þjóðaratkvæði fyrr en við höfum einhvern samning til að kjósa um þannig að staðreyndirnar séu á hreinu,“ segir Ágúst. Annars sé hætta á að umræðan fyrir kosningarnar verði öfgafull – snúist um óraunhæfar væntingar og svartsýnishjal. Geir h. Haarde Illugi Gunnarsson Ágúst Ólafur Ágústsson
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira