Innlent

Ísrael sér lengra en Ingibjörg

Palestínumenn undir loftárás ísraela Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að loftárásirnar verði stöðvaðar þegar í stað og alþjóðlegt herlið verði sent á staðinn. Ögmundur Jónasson vill ganga lengra og slíta sambandi við Ísrael. 
Nordicphotos/afp
Palestínumenn undir loftárás ísraela Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að loftárásirnar verði stöðvaðar þegar í stað og alþjóðlegt herlið verði sent á staðinn. Ögmundur Jónasson vill ganga lengra og slíta sambandi við Ísrael. Nordicphotos/afp

„Ingibjörg Sólrún segist ekki koma auga á rökin fyrir sambandsslitum við Ísraelsríki. Ég hef grun um að ísraelsk stjórnvöld kæmu auga á þessi rök," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG.

Hann vísar hér til ummæla utanríkisráðherra, sem sagði í blaðinu á þriðjudag að það þjónaði ekki tilgangi fyrir Ísland að slíta samskiptum við Ísraelsmenn, sem hafa vegið á fimmta hundrað manna síðustu daga. Íslendingar ættu frekar að nýta sambandið til að hafa áhrif á stefnu ríkisins.

„Ég vona að þetta hafi verið vanhugsuð ummæli hjá henni, því það er einmitt þetta sem ísraelsk yfirvöld óttast; að þjóðir heims rísi upp á afgerandi hátt eins og þennan. Og það á við um stórar þjóðir og smáar. Smáþjóð getur orðið stór með því að rísa upp á þennan hátt," segir Ögmundur.

Utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem Ingibjörg tekur undir ályktun friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna, sem krefst þess að árásum Ísraels verði hætt án tafar. Ráðið hvetur einnig alþjóðasamfélagið til að senda herlið á vettvang til að binda enda á „þessa firru".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×