Lambakjötsát helsta einkenni Íslendinga 2. janúar 2009 03:00 Flest okkar heita Jón eða Guðrún sem geta átt von á að eignast tvö börn á ævinni. fréttablaðið/þök Við Íslendingar vorum tæplega 320 þúsund talsins þann 1.desember síðastliðinn, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands sem vakir yfir okkur og auðveldar naflaskoðun með útgáfu ritsins Ísland í tölum 2008-2009. Undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil hér á landi. Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár voru landsmenn 319.756 í byrjun desember samanborið við 312.872 í fyrra. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 2,2 prósent á einu ári. Jafnmikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi síðan um miðbik sjöunda áratugs 20. aldar og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafnmikil og hér. Við getum vænst þess að verða allra karla og kerlinga elst. Meðalævilengd kvenna er 83 ár en karla 79 ár. Við þetta keppa ekki vestrænar þjóðir. Við vinnum helst við að þjónusta hvert annað því níutíu prósent starfandi manna hafa lífsviðurværi af þjónustugreinum. Tvö prósent vinna við fiskveiðar og -vinnslu og svipaður fjöldi við landbúnað. Þrisvar sinnum fleiri vakna til starfa í fjármálaþjónustu. Það sem helst einkennir neysluvenjur okkar er heimsmet í lambakjötsáti sem aldrei verður slegið. Meðaljóninn borðar rúmlega 24 kíló af þessu sælgæti á ári og Norðmenn koma okkur næstir af Norðurlandaþjóðunum með rúm sex kíló. Af fiski borðum við 45 kíló og svipað af sykri, en grænmeti finnst okkur ekki eins gott og öðrum grönnum okkar. Við skolum þessu niður með gríðarlegu magni af gosdrykkjum en þá ekki síður bjór. Neysla hans hefur aukist úr 47 lítrum í áttatíu á áratug. Við eigum öll farsíma og bílaeignin er 662 á hverja þúsund Íslendinga. Við förum sjaldnar í bíó en við höfum yfirleitt gert á síðustu árum en leikhúsin njóta þess. Fjöldi áhorfenda var 259 þúsund á ári; fullum hundrað þúsundum fleiri en 1997. Við horfum líka meira á sjónvarp enda hefur útsendum klukkutímum sjónvarpsstöðvanna fjölgað úr 23 þúsund í 71 þúsund á tíu árum. Sumt breytist þó ekki, sama hvað við verðum mörg. Flatarmál landsins er og verður 103 þúsund ferkílómetrar og fiskveiðilandhelgin er 758 þúsund, sé sami mælikvarði notaður. Hvannadalshnúkur er hæstur og Öskjuvatn dýpst. Þjórsá er lengst og fossinn Glymur í Botnsá er hæstur. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Við Íslendingar vorum tæplega 320 þúsund talsins þann 1.desember síðastliðinn, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands sem vakir yfir okkur og auðveldar naflaskoðun með útgáfu ritsins Ísland í tölum 2008-2009. Undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil hér á landi. Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár voru landsmenn 319.756 í byrjun desember samanborið við 312.872 í fyrra. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 2,2 prósent á einu ári. Jafnmikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi síðan um miðbik sjöunda áratugs 20. aldar og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafnmikil og hér. Við getum vænst þess að verða allra karla og kerlinga elst. Meðalævilengd kvenna er 83 ár en karla 79 ár. Við þetta keppa ekki vestrænar þjóðir. Við vinnum helst við að þjónusta hvert annað því níutíu prósent starfandi manna hafa lífsviðurværi af þjónustugreinum. Tvö prósent vinna við fiskveiðar og -vinnslu og svipaður fjöldi við landbúnað. Þrisvar sinnum fleiri vakna til starfa í fjármálaþjónustu. Það sem helst einkennir neysluvenjur okkar er heimsmet í lambakjötsáti sem aldrei verður slegið. Meðaljóninn borðar rúmlega 24 kíló af þessu sælgæti á ári og Norðmenn koma okkur næstir af Norðurlandaþjóðunum með rúm sex kíló. Af fiski borðum við 45 kíló og svipað af sykri, en grænmeti finnst okkur ekki eins gott og öðrum grönnum okkar. Við skolum þessu niður með gríðarlegu magni af gosdrykkjum en þá ekki síður bjór. Neysla hans hefur aukist úr 47 lítrum í áttatíu á áratug. Við eigum öll farsíma og bílaeignin er 662 á hverja þúsund Íslendinga. Við förum sjaldnar í bíó en við höfum yfirleitt gert á síðustu árum en leikhúsin njóta þess. Fjöldi áhorfenda var 259 þúsund á ári; fullum hundrað þúsundum fleiri en 1997. Við horfum líka meira á sjónvarp enda hefur útsendum klukkutímum sjónvarpsstöðvanna fjölgað úr 23 þúsund í 71 þúsund á tíu árum. Sumt breytist þó ekki, sama hvað við verðum mörg. Flatarmál landsins er og verður 103 þúsund ferkílómetrar og fiskveiðilandhelgin er 758 þúsund, sé sami mælikvarði notaður. Hvannadalshnúkur er hæstur og Öskjuvatn dýpst. Þjórsá er lengst og fossinn Glymur í Botnsá er hæstur.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira