Innlent

Telur eðlilegt að allir lækki

Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegt að allir taki á sig launalækkun og leggi þannig sitt af mörkum til að taka á stöðu efnahagsmála þjóðarinnar. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, telur það einnig eðlilegt.

Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, bendir á að tekjufall ríkisins sé geigvænlegt. Ráðherrar og alþingismenn hafi þegar tekið launalækkun og eðlilegt sé að aðrir taki þátt í að taka á sig þetta áfall, líka embættismenn og stjórnendur hjá ríkinu.

Fjármálaráðuneytið hefur vísað til kjararáðs erindi þar sem forseti Íslands fer fram á að lækkun launa sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×