Innlent

Leynibomba Frjálslyndra er á sveitastjórnarstiginu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hanna Birna Jóhannsdóttir, ritari Frjálslynda, er hún sat á þingi fyrir rúmu ári.
Hanna Birna Jóhannsdóttir, ritari Frjálslynda, er hún sat á þingi fyrir rúmu ári. Mynd/Anton Brink

„Nei, ég get ekki sagt þér neitt um það strax," segir Hanna Birna Jóhannsdóttir, ritari Frjálslynda flokksins, aðspurð um frétt sem birtist á heimasíðu flokksins í gær og gaf ekkert upp þótt fréttastofa gengi á hana.

Á heimasíðunni er því lofað að óvænt fréttatilkynning komi til með að hrista upp í íslenskum stjórnmálum með haustinu.

Varir Helga Helgasonar, formanns fjármálaráðs Flokksins, voru sömuleiðis innsiglaðar þegar fréttastofa leitaði skýringa, en hann viðurkenndi þó aðspurður að bomban hefði með sveitastjórnarkosningarnar næsta vor að gera. Að öðru leyti vildi hann ekkert gefa upp annað en þetta:

„Þetta verður eitthvað sem að mun verða algjör sprengja inn í stjórnmálaumræðuna."

Helgi segir bið verða á tilkynningunni allavega fram í september.

Ekki náðist í Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, við vinnslu fréttarinnar.






Tengdar fréttir

Frjálslyndir: Í nýju húsi og lofa bombu

Í frétt sem birtist á heimasíðu Frjálslynda flokksins í kvöld er sagt frá fjárhagslegri endurskipulagningu flokksins og hún sögð ganga samkvæmt áætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×