Innlent

Buxnaklædd blaðakona á 40 svipuhögg yfir höfði sér

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Blaðakonan buxnaklædda, Lubna al-Hussein.
Blaðakonan buxnaklædda, Lubna al-Hussein.
Súdanska blaðakonan Lubna al-Hussein á yfir höfði sér 40 svipuhögg verði hún fundin sek um ósiðsamlegan klæðaburð. Réttarhöld yfir henni hófust í dag og munu halda áfram eftir helgi.

Þegar Lubna var handtekin var hún í buxum og blússu, en svokölluð agalögregla sagði buxurnar of þröngar og blússuna of gegnsæa. Hún hefur nú verið látin laus úr haldi og segist ekki hafa gert neitt rangt.

Lubna vinnur bæði á dagblaði og hjá fjölmiðladeild Sameinuðu Þjóðanna. Arabísk mannréttindasamtök segja handtöku hennar vera hefnd stjórnvalda fyrir gagnrýnin skrif Lubnu um súdönsk stjórnvöld og öfgamenn.

Ban Ki-Moon, aðalritari SÞ, hefur andmælt málsókninni á hendur henni og segist munu gera allt sem í hans valdi stendur til að verja starfsfólk sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×