Innlent

Heimasíða RSK hrundi

Heimasíða rsk hrundi fyrir stundu. Hún er í viðgerð.
Heimasíða rsk hrundi fyrir stundu. Hún er í viðgerð.
Heimasíða Ríkisskattstjóra, rsk.is, liggur niðri vegna álags. Fyrir þá sem vilja er boðið upp á rafræna álagningaseðla en hægt var að nálgast þá klukkan fjögur í dag. Heimasíða RSK réði ekki við þann mikla fjölda sem fór þangað inn og féll niður. Einnig er hægt að fara inn á skattur.is.

Samkvæmt Ríkisskattstjóranum, Skúla Eggerti Þórðarsyni þá standa viðgerðir yfir. Vonast er til að síðan opni innan skamms en ekki var hægt að áætla hvenær nákvæmlega það yrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×