Innlent

Handhafar erlendra greiðslukorta skotið miklu undan

Sindri Sindrason skrifar

Rökstuddur grunur leikur á að nær allir þeir þrjátíu einstaklingar sem hafa verið til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hafi komið verulegum upphæðum undan skattayfirvöldum.

Bryndís Kristinsdóttir skattrannsóknarstjóri sagði í samtali við fréttastofu að línur væru farnar að skýrast í þeim þrjátíu málum sem embættið hefði fengið frá Ríkisskattstjóra í tengslum við skattsvik vegna notkunar erlendra greiðslukorta.

Bryndís segir að embættið sé í meginlínum sammála Ríkisskattstjóra um möguleg brot. Ekki er þó búið að ljúka rannsókn á málunum og segir Bryndís að enn eigi eftir að ákveða hvernig embættið beri sig í hverju tilviki fyrir sig - svo ólík séu málin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×