Gæslan í loftrýmiseftirlitið 29. júlí 2009 06:00 Össur Skarphéðinsson „Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Varnarmálastofnun niður í núverandi mynd og gert er ráð fyrir því að sú ákvörðun komi til fullnustu á næsta ári," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Fréttablaðinu í gær að stofnunin ætti að hætta um áramót og hann vildi leggja loftrýmisgæsluna niður. Össur segist engar athugasemdir gera við skoðanir Árna Þórs og hann hafi fullt frelsi til að viðra þær. „Varðandi skoðanir hans á loftrýmisgæslu þá hefur engin ákvörðun verið tekin um það í ríkisstjórn að hætta við hana. Menn hafa einkum haft horn í síðu hennar vegna kostnaðar, en okkur hefur tekist að ná honum niður." Ráðherra vísar í Stoltenberg-skýrsluna, þar sem lagðar eru fram hugmyndir um að Norðurlöndin sjái í sameiningu um loftrýmisgæsluna. Hann sjái fyrir sér að gerð verði tilraun með það. Þangað til það verði að veruleika hafi hann verið fylgjandi því að verulegir þættir í starfsemi Varnarmálastofnunar verði sameinaðir Landhelgisgæslunni. Össur segir að ekki sé komin dagsetning á það hvenær stofnunin verður lögð niður, en það verði á næsta ári. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, sagði í viðtali við RÚV í gærmorgun að hún teldi ekki koma til greina að hætta loftrýmisgæslunni, hún tilheyrði því að vera í Nató. Þá furðaði hún sig á ummælum Árna Þórs um að leggja ætti stofnunina niður. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ellisif síðdegis sagði hún að hún tjáði sig ekki um málið. Varnarmálastofnun heyrir undir utanríkisráðuneytið. Þegar ummæli Ellisifjar voru borin undir Össur sagði hann: „Mér finnst það óviðeigandi að embættismenn lýsi furðu sinni á skoðunum stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa." Spurður hvort hann hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri við Ellisif sagði hann: „No comment." Ríkisendurskoðun hefur tekið til rannsóknar kaup Varnarmálastofnunar á tæki og búnaði fyrir um 40 milljónir, án útboðs. Ellisif segist fagna því að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt lögum séu þessi kaup undanþegin útboðsskyldu. „Við erum mjög ánægð með þessa úttekt og höfum unnið allt eftir bókinni." Össur vildi ekki tjá sig um rannsóknina. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Varnarmálastofnun niður í núverandi mynd og gert er ráð fyrir því að sú ákvörðun komi til fullnustu á næsta ári," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði í Fréttablaðinu í gær að stofnunin ætti að hætta um áramót og hann vildi leggja loftrýmisgæsluna niður. Össur segist engar athugasemdir gera við skoðanir Árna Þórs og hann hafi fullt frelsi til að viðra þær. „Varðandi skoðanir hans á loftrýmisgæslu þá hefur engin ákvörðun verið tekin um það í ríkisstjórn að hætta við hana. Menn hafa einkum haft horn í síðu hennar vegna kostnaðar, en okkur hefur tekist að ná honum niður." Ráðherra vísar í Stoltenberg-skýrsluna, þar sem lagðar eru fram hugmyndir um að Norðurlöndin sjái í sameiningu um loftrýmisgæsluna. Hann sjái fyrir sér að gerð verði tilraun með það. Þangað til það verði að veruleika hafi hann verið fylgjandi því að verulegir þættir í starfsemi Varnarmálastofnunar verði sameinaðir Landhelgisgæslunni. Össur segir að ekki sé komin dagsetning á það hvenær stofnunin verður lögð niður, en það verði á næsta ári. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, sagði í viðtali við RÚV í gærmorgun að hún teldi ekki koma til greina að hætta loftrýmisgæslunni, hún tilheyrði því að vera í Nató. Þá furðaði hún sig á ummælum Árna Þórs um að leggja ætti stofnunina niður. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ellisif síðdegis sagði hún að hún tjáði sig ekki um málið. Varnarmálastofnun heyrir undir utanríkisráðuneytið. Þegar ummæli Ellisifjar voru borin undir Össur sagði hann: „Mér finnst það óviðeigandi að embættismenn lýsi furðu sinni á skoðunum stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa." Spurður hvort hann hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri við Ellisif sagði hann: „No comment." Ríkisendurskoðun hefur tekið til rannsóknar kaup Varnarmálastofnunar á tæki og búnaði fyrir um 40 milljónir, án útboðs. Ellisif segist fagna því að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt lögum séu þessi kaup undanþegin útboðsskyldu. „Við erum mjög ánægð með þessa úttekt og höfum unnið allt eftir bókinni." Össur vildi ekki tjá sig um rannsóknina.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira