Innlent

Hjólaþjófur skilar hjóli

Hjólaþjófur.
Hjólaþjófur.

 

„Þjófurinn hringdi í mig klukkan 02:30 eftir að hafa séð þetta og ætlar að skila hjólinu," segir eigandi verðmæts Trek reiðhjóls sem var stolið síðdegis fyrir utan Borgartún 23.

 

Vísir lýsti eftir hjólinu í gærkvöldi sem varð til þess að það skilaði sér í hendur eigandans.

 

Eigandinn hafði skotist inn í Borgartún 23 án þess að læsa hjólinu í gær.

 

Aðeins fjórum mínútum síðar kom þjófurinn að, kíkti á glugga til þess að kanna hvort einhver sæi til hans, gekk svo að hjólinu, leit í kringum sig og hjólaði á brott.

 

Þjófnaðurinn náðist á mynd í öryggismyndavélum hússins. Myndir úr upptökuvélum fylgdi með fyrstu fréttinni sem Vísir sagði frá.

 

„Þakka ykkur kærlega fyrir að birta þetta," sagði eigandinn og bætti við: „Það var með ykkar hjálp að hjólið fannst."






Tengdar fréttir

Bíræfinn hjólaþjófnaður um hábjartan dag - myndir

Bíræfinn þjófur stal reiðhjóli fyrir framan Borgartún 23 klukkan 14:52 í dag. Eigandi hjólsins er ungur starfsmaður fyrirtækis í húsinu og hafði skotist inn fyrir og skilið hjólið eftir ólæst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×