Innlent

Mun hafa samband við Brown ef og þegar það verður heppilegt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir það að sjálfsögðu koma til greina að hún eigi milliliðalaus samskipti við Gordon Brown forsætisráðherra Breta ef og þegar hún telji það heppilegt og til þess fallið að skila árangri. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu við fyrirspurn Vísis.

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Fréttablaðsins sagði í pistil sem hann ritaði í Fréttablaðið um síðustu helgi að hann teldi að forsætisráðherra ætti að ræða milliliðalaust við forsætisráðherra Bretlands og Hollands um Icesave-málið. Þegar jafn miklir hagsmunir séu í húfi og hér um ræði sé óverjandi að reyna ekki til hins ýtrasta með þeim þunga sem Ísland eigi mestan. Sagðist Þorsteinn telja þetta skynsamlegri leið en að Alþingi setji einhliða fyrirvara við Icesave-samningana.

Forsætisráðherra segist hafa átt í apríl á þessu ári í bréfaskiptum við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, um Icesave og hafi þau bréfaskipti verið birt opinberlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×