Ham bjargaði jólunum 23. desember 2009 06:00 jólakraftaverk Bloodgroup lenti í kröppum dansi í Hollandi en strákarnir í HAM björguðu málunum í anda jólanna. „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira