Ham bjargaði jólunum 23. desember 2009 06:00 jólakraftaverk Bloodgroup lenti í kröppum dansi í Hollandi en strákarnir í HAM björguðu málunum í anda jólanna. „Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Það átti að skilja okkur í Bloodgroup eftir í Amsterdam,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Jónsson. Ragnar og félagar í hljómsveitinni Bloodgroup komust í hann krappan í Hollandi um helgina. Þar komu þau fram á tónlistarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam ásamt Mugison, Benny Crespo‘s Gang og Ham. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum Hollendingsins Marcel Edwin Deelen og Ragnar segir framkomu hans hafa verið ótrúlega. „…Að ætla að skilja okkur eftir, peninga- og kreditkortalaus í Amsterdam yfir jólin. Þau létu okkur vita tíu mínútum fyrir flug að við þyrftum að redda okkur sjálf,“ segir hann. Forsagan er sú að flugin sem voru bókuð fyrir hljómsveitina voru þannig tímasett að engin leið hefði verið að ná þeim. „Við þurftum ný flug og þeir vildu ekki borga fyrir þau,“ segir Ragnar. Meðlimum Bloodgroup stóð ekki á sama, þar sem þau sáu fram á að eyða jólunum auralaus í Amsterdam. Marcel haggaðist ekki og svo fór að Óttarr Proppé og félagar í hljómsveitinni HAM slógu saman og hlupu undir bagga. „HAM bjargaði jólunum,“ segir Ragnar. Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari og gítarleikari Benny Crespo‘s Gang, setur einnig spurningarmerki við skipulag og kynningu hátíðarinnar. Á heimasíðu Reykjavík to-samtakanna kemur fram að þeir sem taka þátt geti gengið að því vísu að besta mögulega markaðsstarf sé unnið í hverju landi. Helgi tekur ekki undir það. „Þeir borguðu mörg hundruð þúsund krónur til að koma öllu liðinu út til að spila, staðurinn var þvílíkt flottur – en það mættu 40 manns,“ segir hann. „Þetta var ekkert kynnt. Þeir gerðu ekki einu sinni „event“ á Facebook og buðu vinum sínum.“ Helgi er einnig ósáttur við vinnubrögð Marcel Edwin sem hann segir hafa notað gjafabréf, sem Benny Crespo‘s Gang fékk í gegnum Loftbrú, til að greiða flugferðir starfsmanna hátíðarinnar. „Við borgum skatt af þessum styrkjum,“ segir Helgi og bætir við að Marcel hafi logið og sagt við þau að hann hafi ekki notað gjafabréfin. Jón Páll Ásgeirsson, fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar á Íslandi, segir að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri IMX, hafi bókað illa tímasett flug Bloodgroup frá London. „Við gátum ekki borið ábyrgð á þessum mistökum,“ segir hann. Hann viðurkennir að það hafi verið mistök að halda Bloodgroup á flugvellinum í von um að málið myndi leysast, en flugið til London fór í millitíðinni. Jón gat ekki tjáð sig um gjafabréfin sem Marcel á að hafa notað í leyfisleysi . Ekki náðist í Marcel Edwin Deelen við vinnslu fréttarinnar. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira