Innlent

Hæstiréttur mildar refsingu fjársvikamanna

Konan sem var höfuðpaur í málinu starfaði hjá Tryggingastofnun.
Konan sem var höfuðpaur í málinu starfaði hjá Tryggingastofnun.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm yfir þremur ungmennum sem höfðu verið dæmd fyrir hylmingu með því að hafa veitt fé viðtöku sem svikið hafði verið út úr sjóðum Tryggingastofnunar ríkisins.

Tvö þeirra höfðu verið dæmd í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en sá þriðji var dæmdur í ársfangelsi. Hæstiréttur mildaði refsinguna yfir einu þeirra með því að skilorðsbinda sex mánaða fangelsisrefsingu hennar að fullu. Í öðru tilfelli skilorðsbatt Hæstiréttur þrjá mánuði af sex mánaða fangelsi en í þriðja tilfellinu var árs fangelsi látið standa óhaggað. Ástæðan fyrir því að refsing var í tveimur tilfellum látið standa óhaggað var sú að hin dæmdu höfðu náð tökum á fíkniefnavanda sem þau stríddu við á meðan að brotin voru framin.

Fólkið var ásamt fjölda annarra viðriðið umfangsmikið fjársvikamál. Málið snerist um það þjónustufulltrúi sem vann hjá Tryggingastofnun sveik út 75 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×