Erlent

Misnotaði dóttur sína í 30 ár

Ástralar eru slegnir yfir máli föður í Viktoríufylki sem hélt dóttur sinni fanginni frá ellefu ára aldri og misnotaði hana kynferðislega nánast daglega í 30 ár. Nágrannar feðginanna játuðu að þá hefði grunað eitthvað en vildu þó ekki segja neitt þar sem þeir vildu ekki valda neinum vandræðum.

Móðir stúlkunnar bjó allan tímann á heimilinu en heldur því fram að hana hafi aldrei grunað neitt. Stúlkan ól föður sínum nokkur börn á tímabilinu og komst upp um málið þegar hún vildi aldrei gefa upp nafn föður þeirra á fæðingardeildinni.

Margir hafa krafist þess að félagsmálaráðherra Ástralíu segi af sér vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×