Innlent

SI mótmæla hækkun á verði orkudreifingar

Helgi Magnússon, stjórnarformaður SI.
Helgi Magnússon, stjórnarformaður SI.

Samtök iðnaðarins mótmæla harðlega fimmtán prósenta hækkun á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku nú um áramótin.

Í tilkynningu frá þeim segir að það sé óskiljanlegt að opinbert fyrirtæki eins og RARIK hækki gjaldskrá sína fyrir nauðsynleg aðföng fyrirtækja og einstaklinga á sama tíma og flest fyrirtæki þurfi að skera niður rekstur sinn og mörg hver að segja upp fólki.

Raforka sé undirstaða ýmissar framleiðslu hérlendis og við ríkjandi aðstæður verði að krefjast þess að opinber fyrirtæki finni aðrar leiðir til að ná tökum á rekstri sínum en að hækka verðskrár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×