Innlent

Stálu peningum en týndu dópinu

Brotist var inn í félagsmiðstöðina í Bólstaðarhlíð í morgun og höfðu þjófarnir á brott með sér peningakassa, blóðþrýstingsmæli og svokallaða lyfjarúllu. Þrjótunum varð hinsvegar á í messunni því þeir virðast hafa misst poka með hvítu efni í æsingnum. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða 11 grömm af amfetamíni. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hve mikið var af peningum í kassanum og því óvíst hvort þjófarnir hafi komið út í mínus eða plús að ránsferð lokinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×