Innlent

Dánarorsök konunnar enn óljós

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar hefur ekki varpað ljósi á dánarorsök konu á fertugsaldri, sem fannst látin í Kapelluhrauni, sunnan Hafnarfjarðar, á fimmtudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir ennfremur að áfram verði unnið að frekari rannsókn málsins, sem sé viðamikil.

„Aðilar sem tengdust hinni látnu og sambýlismanni hennar hafa verið kallaðir til. Einnig hefur verið rætt við þá sem þekkja til í Kapelluhrauni en lík hinnar látnu fannst í húsi þar sem dúfur eru hafðar. Upplýsingar um frekari framgang rannsóknarinnar er ekki að vænta fyrr en í lok vikunnar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×