Erlent

Best varðveitti loðfíll sem fundist hefur

Óli Tynes skrifar
Lyuba er að fara í ferðalag.
Lyuba er að fara í ferðalag.

Loðfílskvíga sem hafði legið í frosinni jörðu í Síberíu í 40 þúsund ár var svo vel varðveitt að það voru ennþá leifar af móðurmjólkinni í maga hennar.

Kvígan sem fékk nafnið Lyuba fannst fyrir þrem árum og síðan hefur hún verið í meðferð hjá sérfraæðingum til að varðveita hana til frambúðar.

Talið er að Lyuba hafi verið aðeins eins mánaðar gömul þegar hún datt út í á fyrir fjörutíu þúsund árum. Leðja fannst í rana hennar og hálsi sem bendir til þess að hún hafi kafnað.

Hræið er svo vel varðveitt að hægt er að taka úr því DNA sýni. Hinsvegar eru litlar líkur til þess að litli mammúturinn verði klónaðir á næstunni. Hinsvegar stendur nú til að senda Lyubu í heimsreisu til tíu landa til þess að sýna hanna á náttúruminjasöfnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×