Erlent

Grunur um svínaflensudauðsfall í Svíþjóð

Svínaflensan kom fyrst upp í Mexíkó.
Svínaflensan kom fyrst upp í Mexíkó.

Grunur leikur á að sænskur karlmaður á fertugsaldri hafi látist af vödlum svínaflensu. Endanlegrar niðurstöðu rannsókna er að vænta á morgun. Verði það staðfest yrði það fyrsta dauðsfall af völdum flensunnar á Norðurlöndunum.

Samkvæmt sænska útvarpinu hafði maðurinn ekki verið lagður inn á sjúkrahús og lést á heimili sínu. Ríflega níu hundruð tilfelli svínaflensu hafa greinst í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×