Innlent

Brjálað að gera hjá Happahúsinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Það er bara löng röð inn í Hagkaup. Það er brjálað að gera," segir Magnús Kristinsson, starfsmaður hjá Happahúsinu í Kringlunni.

Eins og þegar hefur verið greint frá er lottópotturinn í dag sexfaldur og stefnir í að vinningsupphæðin verði sextíu milljónir króna. Magnús segir að það sé hreint brjálað að gera.

Hann segist þó enga tölu hafa á því hve margir hafi keypt miða í dag. „Ég get ekki talið. Við erum búnir standa síðan tíu í morgun og munum standa til klukkan sjö," segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×