Erlent

Semja um herlið til Póllands

Samkomulagi fagnað. Bogdan Kilch varnarmálaráðherra Póllands og Ellen Tauscher, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.fréttablaðið/AP
Samkomulagi fagnað. Bogdan Kilch varnarmálaráðherra Póllands og Ellen Tauscher, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna.fréttablaðið/AP

 Fulltrúar Bandaríkjanna og Póllands hafa undirritað samkomulag um að Bandaríkin sendi bæði herlið og herbúnað til Póllands.

Samkomulagið er forsenda þess að Bandaríkin sendi bandarísk flugskeyti til Póllands og að hugsanlega geti Bandaríkin komið sér upp eldflaugavarnarbúnaði í Póllandi.

Pólverjar eru margir hverjir tortryggnir gagnvart Rússlandi og fagna því þessum hernaðartengslum við Bandaríkin. Samningaviðræður hafa staðið í fimmtán mánuði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×