Innlent

Níu af átján frumvörpum eru EES mál

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Þingsalur Íslendinga við Austurvöll.
Þingsalur Íslendinga við Austurvöll. Mynd/Vilhelm
Níu af átján frumvörpum sem eru á dagskrá Alþingis í dag eru flutt til að laga íslensk lög að reglugerðum í samræmi við samning um Evrópska efnahagssvæðið.

Kennir ýmissa grasa í EES frumvörpunum.

Þau fjalla meðal annars um upplýsingar til almennings um erfðabreyttar lífverur, ráðningarsamninga við afleysingafólk og flutning úrgangs milli landa.

Þá er einnig fjallað um breytingar á ýmsum lögum um óréttmæta viðskiptahætti.

Öll frumvörpin eru flutt af ráðherrum og eru því stjórnarfrumvörp.

Meðal mála á dagskrá þingsins í dag sem ekki eru tilkomin vegna regluverks EES fjalla til dæmis um persónukjör í sveitastjórnarkosningum, breytingar á reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og gjalddaga nefskatts vegna RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×