Lögreglumaður tjáir sig öðru sinni Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 21:38 Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum. Bréfið er langt og ítarlegt og mun það koma í þremur aðskildum greinum hér á Vísi. Bréf lögreglumannsins: Það kemur mér og starfsfélögum mínum á óvart að fyrra bréf mitt sé það sem hafi þurft til að vekja máls á umræðunni. Forystumenn Landssambands lögreglumanna og Lögreglufélags Reykjavíkur hafa bent á það sem betur mætti fara í töluvert langan tíma. Þó er ákveðinn munur á, en ég nefndi dæmi úr raunveruleikanum þar sem hendur vinnufélaga minna eru bundnar af þagnarskyldu. Hendur mínar eru einnig bundnar þagnarskyldu og kýs ég því að skrifa nafnlaust eins og áður, því ekki get ég farið í verkfall. Enginn annar lögreglumaður hefur enn komið fram undir nafni sem sýnir hversu hræddir við erum um störf okkar og framtíð. Síðasti tölvupóstur miðaðist við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu (LRH) þó lögreglan á landsbyggðinni berjist einnig við fjárskort. Þar er mun oftar einment á lögreglubílum og þar hefur eftirlit verið minnkað og jafnvel hætt vegna eldsneytiskostnaðar. Embættunum hafa verið lagðar sparnaðarlínur og tilgreindur ákveðinn hámarksakstur lögreglutækja til að ná fram viðunandi sparnaði. Veit ég til þess að einhver embætti einfaldlega ekki geta verið undir þessum hámarksvegalengdum, þó þau aki aðeins í útköll. Sýnir það hversu þröngt stakkurinn hefur verið sniðinn. Hef ég unnið úti á landi og kom upp atvik þar sem ég hefði viljað handtaka mann í þágu rannsóknar máls. Ég var einn á bifreiðinni og kallaði eftir næsta lögreglubíl. 200 kílómetrar voru í þann bíl. Hefði ég líklega verið fljótari að fá aðstoð með þyrlu landhelgisgæslunnar úr Reykjavík en að bíða eftir þeim bíl. Finnst mér þetta mikið umhugsunarefni varðandi öryggi lögreglumanna úti á landsbyggðinni. Þeir vita þetta sjálfir og geta örugglega nefnt fleiri og öfgakenndari dæmi.Undrast viðbrögð dómsmálaráðherra Mér finnst sorglegt að æðsti yfirmaður lögreglu, sjálfur Dómsmálaráðherra, vilji ekki fara fram á aukafjárveitingu til lögreglu. Lögreglumenn bjuggust við stuðningi frá ráðuneytinu og var það eins og blaut tuska í andlitið þegar hún kom fram í sjónvarps- og blaðaviðtölum og sagðist telja að hægt væri að halda uppi viðunandi löggæslu þrátt fyrir niðurskurð. Nú hafa liðið tvær nætur frá því að bréfið var birt. Hafa það verið virkar nætur, sem samkvæmt tölfræði eiga að vera rólegar. Þó var bókstaflega brjálað að gera og gistu 8 manns fangageymslur eftir seinni nóttina. Eins og kom fram þá taldi Dómsmálaráðherra vera hægt að halda uppi þessu ákveðna löggæslustigi þrátt fyrir yfirvofandi niðurskurð. Samkvæmt minni hugsjón finnst mér því óeðlilegt að lögregla hafi ekki getað sinnt 5 útköllum þessa nóttina vegna anna. Þá er aðeins um þau útköll að ræða sem voru skráð í tölvukerfið en það kemur fyrir að beiðni um aðstoð lögreglu ekki er skráð, vegna álags. Ekki veit ég hvort það sé löggæslustigið sem Dómsmálaráðherra vill að við búum við. Húsráðandi flæmir burt innbrotsþjófa Í einu útkalli flæmdi húsráðandi innbrotsþjófa á brott. Ég veit ekki hvort við viljum spyrja okkur að leikslokum ef atvikið af Barðaströndinni hefði endurtekið sig og innbrotsþjófarnir ráðist á húsráðanda, sem var einn. Annað atvik kom upp þar sem ölvaður maður óskaði eftir aðstoð sjúkraliðs. Lögregla er send með sjúkraliði á vettvang þegar slíkt kemur upp þar sem komið hefur fyrir að ráðist hafi verið á sjúkralið. Það var ekki hægt í þessu tilviki og voru sjúkraliðar því sendir einir á vettvang. Þriðja atvikið sem mig langar að nefna var margítrekuð kvörtun í fjölbýlishúsi vegna hávaða. Þegar lögreglubifreið loks losnaði var ölvað fólk byrjað að leika sér að opnum eld við fjölbýlishúsið og notaði til þess eldfiman grillvökva. Lögreglubifreiðin komst þó aldrei á vettvang þar sem hún var gripin í annað verkefni á leiðinni. Bara út frá þessum dæmum, sem komu upp aðeins sólarhring eftir að ég skrifaði mitt síðasta bréf, finnst mér greinilegt að almenn löggæsla á höfuðborgarsvæðinu einfaldlega er í rúst. Og þetta eru langt frá því að vera einu dæmin eða einhver undantekningartilfelli. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem tjáði sig við fréttastofu fyrr í vikunni, er afar þakklátur fyrir þá umræðu og viðbrögð sem tölvupóstur hans hefur fengið enda þykir honum og fleirum málið mjög mikilvægt. Nú hefur fréttastofu borist annar póstur frá ónefnda lögreglumanninum. Bréfið er langt og ítarlegt og mun það koma í þremur aðskildum greinum hér á Vísi. Bréf lögreglumannsins: Það kemur mér og starfsfélögum mínum á óvart að fyrra bréf mitt sé það sem hafi þurft til að vekja máls á umræðunni. Forystumenn Landssambands lögreglumanna og Lögreglufélags Reykjavíkur hafa bent á það sem betur mætti fara í töluvert langan tíma. Þó er ákveðinn munur á, en ég nefndi dæmi úr raunveruleikanum þar sem hendur vinnufélaga minna eru bundnar af þagnarskyldu. Hendur mínar eru einnig bundnar þagnarskyldu og kýs ég því að skrifa nafnlaust eins og áður, því ekki get ég farið í verkfall. Enginn annar lögreglumaður hefur enn komið fram undir nafni sem sýnir hversu hræddir við erum um störf okkar og framtíð. Síðasti tölvupóstur miðaðist við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu (LRH) þó lögreglan á landsbyggðinni berjist einnig við fjárskort. Þar er mun oftar einment á lögreglubílum og þar hefur eftirlit verið minnkað og jafnvel hætt vegna eldsneytiskostnaðar. Embættunum hafa verið lagðar sparnaðarlínur og tilgreindur ákveðinn hámarksakstur lögreglutækja til að ná fram viðunandi sparnaði. Veit ég til þess að einhver embætti einfaldlega ekki geta verið undir þessum hámarksvegalengdum, þó þau aki aðeins í útköll. Sýnir það hversu þröngt stakkurinn hefur verið sniðinn. Hef ég unnið úti á landi og kom upp atvik þar sem ég hefði viljað handtaka mann í þágu rannsóknar máls. Ég var einn á bifreiðinni og kallaði eftir næsta lögreglubíl. 200 kílómetrar voru í þann bíl. Hefði ég líklega verið fljótari að fá aðstoð með þyrlu landhelgisgæslunnar úr Reykjavík en að bíða eftir þeim bíl. Finnst mér þetta mikið umhugsunarefni varðandi öryggi lögreglumanna úti á landsbyggðinni. Þeir vita þetta sjálfir og geta örugglega nefnt fleiri og öfgakenndari dæmi.Undrast viðbrögð dómsmálaráðherra Mér finnst sorglegt að æðsti yfirmaður lögreglu, sjálfur Dómsmálaráðherra, vilji ekki fara fram á aukafjárveitingu til lögreglu. Lögreglumenn bjuggust við stuðningi frá ráðuneytinu og var það eins og blaut tuska í andlitið þegar hún kom fram í sjónvarps- og blaðaviðtölum og sagðist telja að hægt væri að halda uppi viðunandi löggæslu þrátt fyrir niðurskurð. Nú hafa liðið tvær nætur frá því að bréfið var birt. Hafa það verið virkar nætur, sem samkvæmt tölfræði eiga að vera rólegar. Þó var bókstaflega brjálað að gera og gistu 8 manns fangageymslur eftir seinni nóttina. Eins og kom fram þá taldi Dómsmálaráðherra vera hægt að halda uppi þessu ákveðna löggæslustigi þrátt fyrir yfirvofandi niðurskurð. Samkvæmt minni hugsjón finnst mér því óeðlilegt að lögregla hafi ekki getað sinnt 5 útköllum þessa nóttina vegna anna. Þá er aðeins um þau útköll að ræða sem voru skráð í tölvukerfið en það kemur fyrir að beiðni um aðstoð lögreglu ekki er skráð, vegna álags. Ekki veit ég hvort það sé löggæslustigið sem Dómsmálaráðherra vill að við búum við. Húsráðandi flæmir burt innbrotsþjófa Í einu útkalli flæmdi húsráðandi innbrotsþjófa á brott. Ég veit ekki hvort við viljum spyrja okkur að leikslokum ef atvikið af Barðaströndinni hefði endurtekið sig og innbrotsþjófarnir ráðist á húsráðanda, sem var einn. Annað atvik kom upp þar sem ölvaður maður óskaði eftir aðstoð sjúkraliðs. Lögregla er send með sjúkraliði á vettvang þegar slíkt kemur upp þar sem komið hefur fyrir að ráðist hafi verið á sjúkralið. Það var ekki hægt í þessu tilviki og voru sjúkraliðar því sendir einir á vettvang. Þriðja atvikið sem mig langar að nefna var margítrekuð kvörtun í fjölbýlishúsi vegna hávaða. Þegar lögreglubifreið loks losnaði var ölvað fólk byrjað að leika sér að opnum eld við fjölbýlishúsið og notaði til þess eldfiman grillvökva. Lögreglubifreiðin komst þó aldrei á vettvang þar sem hún var gripin í annað verkefni á leiðinni. Bara út frá þessum dæmum, sem komu upp aðeins sólarhring eftir að ég skrifaði mitt síðasta bréf, finnst mér greinilegt að almenn löggæsla á höfuðborgarsvæðinu einfaldlega er í rúst. Og þetta eru langt frá því að vera einu dæmin eða einhver undantekningartilfelli.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira