Endurreisn og uppbygging Guðrún Inga Ingólfsdóttir skrifar 12. mars 2009 16:25 Endurreisn íslensks hagkerfis og atvinnulífs þarf að hefjast sem fyrst. Tíminn er dýrmætur og nú í aðdraganda kosninga hefur fjöldi manns boðið sig fram til þessa verks og miklu skiptir að vel takist til við val á góðu fólki. Ég býð mig fram í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Framundan eru gríðarlega stór og mikilvæg verkefni og þar skiptir forgangsröðun sköpum. Uppbygging atvinnulífsins Forsenda uppbyggingar efnahagskerfisins er að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Við verðum að ganga hreint til verks og skjóta traustum stoðum undir rekstrarumhverfi fyrirtækja. Lykilatriði í endurreisn hagkerfisins er að auka útflutningstekjurnar. Fyrirtæki þurfa að fá greiðari aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum, til dæmis með því að stofna tímabundinn sjóð þar sem fyrirtæki gætu leitað eftir fjármagni til að endurfjármagna sig eða fá innspýtingu eiginfjár. Lífeyrissjóðir, ríki, sveitarfélög og aðrir aðilar gætu þarna lagt til fjármagn. Einnig er mikilvægt að ljúka endurskipulagningu bankanna eins hratt og auðið er. Auðvelda þarf beinar erlendar fjárfestingar hér á landi með skattaívilnunum. Hagsmunir heimilanna Heimilin eru ein mikilvægasta undirstaða samfélagsins og það er algjört lykilatriði að fólk haldi atvinnu sinni. Kappkosta þarf að verja gjaldmiðilinn þar til langtímalausn fæst í gjaldmiðilsmálum, bæði vegna daglegra útgjalda og stöðu myntkörfu- og verðtryggðra lána. Að mínu mati ætti langtímamarkmið að vera að afnema verðtrygginguna í skrefum, þannig að staða lífeyrissjóðanna sé tryggð. Koma þarf upp lánamarkaði að erlendri fyrirmynd þar sem hægt er að velja á milli breytilegra og fastra vaxta. Lykilatriði er að einstaklingar geti endurfjármagnað lán sín. Allt þetta skiptir höfuðmáli svo standa megi vörð um hagsmuni heimilanna. Uppbygging hefjist sem fyrst Ríkisfjármálum okkar er þröngur stakkur búinn og öllum er ljóst að fjárlagahalli er ekki langtímalausn. Við þurfum að taka á okkur erfiðan niðurskurð og því fyrr sem við gerum það, því fyrr getur uppbygging þjóðfélagsins hafist fyrir alvöru. Hvetjandi skattkerfi Við eigum að stefna að því að hafa hér eins einfalt skattkerfi og kostur er. Rannsóknir sýna að há stighækkandi skattprósenta hefur afar neikvæðar afleiðingar á hagvöxt, framboð vinnuafls og fjármunamyndun og skattkerfi má aldrei letja til vinnu og verðmætasköpunar. Einföld skattkerfi hafa einnig þann kost að færri leiðir eru til undanskota. Land tækifæranna Ég hef dvalist við störf í Bandaríkjunum síðastliðin fjögur ár ásamt fjölskyldu minni. Síðustu mánuði hefur sterk löngum knúið mig til að flytja aftur heim til Íslands og taka þátt í endurreisn samfélags okkar. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur veitt mér og ég vil tryggja að börn okkar allra njóti þessara tækifæra um langa framtíð. Ísland er sannarlega land tækifæranna og ég er tilbúin til að leggja mitt af mörkum til þess að svo verði áfram. Guðrún Inga Ingólfsdóttir er hagfræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Endurreisn íslensks hagkerfis og atvinnulífs þarf að hefjast sem fyrst. Tíminn er dýrmætur og nú í aðdraganda kosninga hefur fjöldi manns boðið sig fram til þessa verks og miklu skiptir að vel takist til við val á góðu fólki. Ég býð mig fram í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Framundan eru gríðarlega stór og mikilvæg verkefni og þar skiptir forgangsröðun sköpum. Uppbygging atvinnulífsins Forsenda uppbyggingar efnahagskerfisins er að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Við verðum að ganga hreint til verks og skjóta traustum stoðum undir rekstrarumhverfi fyrirtækja. Lykilatriði í endurreisn hagkerfisins er að auka útflutningstekjurnar. Fyrirtæki þurfa að fá greiðari aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum, til dæmis með því að stofna tímabundinn sjóð þar sem fyrirtæki gætu leitað eftir fjármagni til að endurfjármagna sig eða fá innspýtingu eiginfjár. Lífeyrissjóðir, ríki, sveitarfélög og aðrir aðilar gætu þarna lagt til fjármagn. Einnig er mikilvægt að ljúka endurskipulagningu bankanna eins hratt og auðið er. Auðvelda þarf beinar erlendar fjárfestingar hér á landi með skattaívilnunum. Hagsmunir heimilanna Heimilin eru ein mikilvægasta undirstaða samfélagsins og það er algjört lykilatriði að fólk haldi atvinnu sinni. Kappkosta þarf að verja gjaldmiðilinn þar til langtímalausn fæst í gjaldmiðilsmálum, bæði vegna daglegra útgjalda og stöðu myntkörfu- og verðtryggðra lána. Að mínu mati ætti langtímamarkmið að vera að afnema verðtrygginguna í skrefum, þannig að staða lífeyrissjóðanna sé tryggð. Koma þarf upp lánamarkaði að erlendri fyrirmynd þar sem hægt er að velja á milli breytilegra og fastra vaxta. Lykilatriði er að einstaklingar geti endurfjármagnað lán sín. Allt þetta skiptir höfuðmáli svo standa megi vörð um hagsmuni heimilanna. Uppbygging hefjist sem fyrst Ríkisfjármálum okkar er þröngur stakkur búinn og öllum er ljóst að fjárlagahalli er ekki langtímalausn. Við þurfum að taka á okkur erfiðan niðurskurð og því fyrr sem við gerum það, því fyrr getur uppbygging þjóðfélagsins hafist fyrir alvöru. Hvetjandi skattkerfi Við eigum að stefna að því að hafa hér eins einfalt skattkerfi og kostur er. Rannsóknir sýna að há stighækkandi skattprósenta hefur afar neikvæðar afleiðingar á hagvöxt, framboð vinnuafls og fjármunamyndun og skattkerfi má aldrei letja til vinnu og verðmætasköpunar. Einföld skattkerfi hafa einnig þann kost að færri leiðir eru til undanskota. Land tækifæranna Ég hef dvalist við störf í Bandaríkjunum síðastliðin fjögur ár ásamt fjölskyldu minni. Síðustu mánuði hefur sterk löngum knúið mig til að flytja aftur heim til Íslands og taka þátt í endurreisn samfélags okkar. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur veitt mér og ég vil tryggja að börn okkar allra njóti þessara tækifæra um langa framtíð. Ísland er sannarlega land tækifæranna og ég er tilbúin til að leggja mitt af mörkum til þess að svo verði áfram. Guðrún Inga Ingólfsdóttir er hagfræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun