Endurreisn og uppbygging Guðrún Inga Ingólfsdóttir skrifar 12. mars 2009 16:25 Endurreisn íslensks hagkerfis og atvinnulífs þarf að hefjast sem fyrst. Tíminn er dýrmætur og nú í aðdraganda kosninga hefur fjöldi manns boðið sig fram til þessa verks og miklu skiptir að vel takist til við val á góðu fólki. Ég býð mig fram í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Framundan eru gríðarlega stór og mikilvæg verkefni og þar skiptir forgangsröðun sköpum. Uppbygging atvinnulífsins Forsenda uppbyggingar efnahagskerfisins er að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Við verðum að ganga hreint til verks og skjóta traustum stoðum undir rekstrarumhverfi fyrirtækja. Lykilatriði í endurreisn hagkerfisins er að auka útflutningstekjurnar. Fyrirtæki þurfa að fá greiðari aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum, til dæmis með því að stofna tímabundinn sjóð þar sem fyrirtæki gætu leitað eftir fjármagni til að endurfjármagna sig eða fá innspýtingu eiginfjár. Lífeyrissjóðir, ríki, sveitarfélög og aðrir aðilar gætu þarna lagt til fjármagn. Einnig er mikilvægt að ljúka endurskipulagningu bankanna eins hratt og auðið er. Auðvelda þarf beinar erlendar fjárfestingar hér á landi með skattaívilnunum. Hagsmunir heimilanna Heimilin eru ein mikilvægasta undirstaða samfélagsins og það er algjört lykilatriði að fólk haldi atvinnu sinni. Kappkosta þarf að verja gjaldmiðilinn þar til langtímalausn fæst í gjaldmiðilsmálum, bæði vegna daglegra útgjalda og stöðu myntkörfu- og verðtryggðra lána. Að mínu mati ætti langtímamarkmið að vera að afnema verðtrygginguna í skrefum, þannig að staða lífeyrissjóðanna sé tryggð. Koma þarf upp lánamarkaði að erlendri fyrirmynd þar sem hægt er að velja á milli breytilegra og fastra vaxta. Lykilatriði er að einstaklingar geti endurfjármagnað lán sín. Allt þetta skiptir höfuðmáli svo standa megi vörð um hagsmuni heimilanna. Uppbygging hefjist sem fyrst Ríkisfjármálum okkar er þröngur stakkur búinn og öllum er ljóst að fjárlagahalli er ekki langtímalausn. Við þurfum að taka á okkur erfiðan niðurskurð og því fyrr sem við gerum það, því fyrr getur uppbygging þjóðfélagsins hafist fyrir alvöru. Hvetjandi skattkerfi Við eigum að stefna að því að hafa hér eins einfalt skattkerfi og kostur er. Rannsóknir sýna að há stighækkandi skattprósenta hefur afar neikvæðar afleiðingar á hagvöxt, framboð vinnuafls og fjármunamyndun og skattkerfi má aldrei letja til vinnu og verðmætasköpunar. Einföld skattkerfi hafa einnig þann kost að færri leiðir eru til undanskota. Land tækifæranna Ég hef dvalist við störf í Bandaríkjunum síðastliðin fjögur ár ásamt fjölskyldu minni. Síðustu mánuði hefur sterk löngum knúið mig til að flytja aftur heim til Íslands og taka þátt í endurreisn samfélags okkar. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur veitt mér og ég vil tryggja að börn okkar allra njóti þessara tækifæra um langa framtíð. Ísland er sannarlega land tækifæranna og ég er tilbúin til að leggja mitt af mörkum til þess að svo verði áfram. Guðrún Inga Ingólfsdóttir er hagfræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Endurreisn íslensks hagkerfis og atvinnulífs þarf að hefjast sem fyrst. Tíminn er dýrmætur og nú í aðdraganda kosninga hefur fjöldi manns boðið sig fram til þessa verks og miklu skiptir að vel takist til við val á góðu fólki. Ég býð mig fram í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Framundan eru gríðarlega stór og mikilvæg verkefni og þar skiptir forgangsröðun sköpum. Uppbygging atvinnulífsins Forsenda uppbyggingar efnahagskerfisins er að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Við verðum að ganga hreint til verks og skjóta traustum stoðum undir rekstrarumhverfi fyrirtækja. Lykilatriði í endurreisn hagkerfisins er að auka útflutningstekjurnar. Fyrirtæki þurfa að fá greiðari aðgang að fjármagni á viðunandi kjörum, til dæmis með því að stofna tímabundinn sjóð þar sem fyrirtæki gætu leitað eftir fjármagni til að endurfjármagna sig eða fá innspýtingu eiginfjár. Lífeyrissjóðir, ríki, sveitarfélög og aðrir aðilar gætu þarna lagt til fjármagn. Einnig er mikilvægt að ljúka endurskipulagningu bankanna eins hratt og auðið er. Auðvelda þarf beinar erlendar fjárfestingar hér á landi með skattaívilnunum. Hagsmunir heimilanna Heimilin eru ein mikilvægasta undirstaða samfélagsins og það er algjört lykilatriði að fólk haldi atvinnu sinni. Kappkosta þarf að verja gjaldmiðilinn þar til langtímalausn fæst í gjaldmiðilsmálum, bæði vegna daglegra útgjalda og stöðu myntkörfu- og verðtryggðra lána. Að mínu mati ætti langtímamarkmið að vera að afnema verðtrygginguna í skrefum, þannig að staða lífeyrissjóðanna sé tryggð. Koma þarf upp lánamarkaði að erlendri fyrirmynd þar sem hægt er að velja á milli breytilegra og fastra vaxta. Lykilatriði er að einstaklingar geti endurfjármagnað lán sín. Allt þetta skiptir höfuðmáli svo standa megi vörð um hagsmuni heimilanna. Uppbygging hefjist sem fyrst Ríkisfjármálum okkar er þröngur stakkur búinn og öllum er ljóst að fjárlagahalli er ekki langtímalausn. Við þurfum að taka á okkur erfiðan niðurskurð og því fyrr sem við gerum það, því fyrr getur uppbygging þjóðfélagsins hafist fyrir alvöru. Hvetjandi skattkerfi Við eigum að stefna að því að hafa hér eins einfalt skattkerfi og kostur er. Rannsóknir sýna að há stighækkandi skattprósenta hefur afar neikvæðar afleiðingar á hagvöxt, framboð vinnuafls og fjármunamyndun og skattkerfi má aldrei letja til vinnu og verðmætasköpunar. Einföld skattkerfi hafa einnig þann kost að færri leiðir eru til undanskota. Land tækifæranna Ég hef dvalist við störf í Bandaríkjunum síðastliðin fjögur ár ásamt fjölskyldu minni. Síðustu mánuði hefur sterk löngum knúið mig til að flytja aftur heim til Íslands og taka þátt í endurreisn samfélags okkar. Ég er mjög þakklát fyrir þau tækifæri sem íslenskt samfélag hefur veitt mér og ég vil tryggja að börn okkar allra njóti þessara tækifæra um langa framtíð. Ísland er sannarlega land tækifæranna og ég er tilbúin til að leggja mitt af mörkum til þess að svo verði áfram. Guðrún Inga Ingólfsdóttir er hagfræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun