Lífið

Hrifinn af leikkonu

Hrifinn af leikkonu
P. Diddy segist hafa verið hrifinn af frægri leikkonu í nýlegu viðtali við Playboy.
Hrifinn af leikkonu P. Diddy segist hafa verið hrifinn af frægri leikkonu í nýlegu viðtali við Playboy.

Rapparinn P. Diddy fór um víðan völl í nýlegu viðtali við tímaritið Playboy. Þar segist hann hafa misst sveindóminn þrettán ára og að hann hafi verið heltekinn af stúlkum og kynlífi á þeim aldri. Í viðtalinu viðurkennir hann einnig að hafa átt í ástarsambandi við fræga leikkonu en neitar að segja hver hún er.

„Hún er fræg. Ég var mjög hrifinn af henni og var tilbúinn til að gera hvað sem er fyrir hana. Ég eltist lengi við hana og loks fórum við að hittast en við vorum fangar frægðarinnar. Við gátum ekki sést saman á almannafæri, en við fórum einu sinni út að borða saman. Hún hætti svo með mér og bauð mér far heim á hótelið mitt," sagði rapparinn. Margir vilja meina að leikkonan sé engin önnur en Cameron Diaz því orðrómur þess eðlis var á kreiki fyrir nokkru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.