Innlent

Borgarafundur á Sauðárkróki: Heilbrigðisráðherra mótmælt

Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. MYND/Ágúst Heiðar.

Borgarafundur verður haldinn á sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki klukkan fjögur í dag. Á fréttamiðlinum Feyki er greint frá þessu en aðstandendur fundarins er hópur fólks sem vill mótmæla „þeim vinnubrögðum og áformum heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki renni undir stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sem stýrt verði frá Akureyri," eins og segir í fréttinni.

Fundarstjóri verður Áskell Heiðar og ávörp verða flutt. Fundarstjóri mun lesa upp drög að ályktun sem verður síðan lögð fyrir fundinn til samþykktar og síðan send til heilbrigðisráðuneytisins. Jafnframt verður undirskriftalisti lagður fram á helstu staði í Skagafirði sem í framhaldinu verður sendur með til ráðherra.

Nánar á lesa um málið á Feyki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×