Lífið

Enginn tengir mig við íslenska útrásargengið

Bodil Lunde Rørtveit og Hera Björk Þórhallsdóttir.
Bodil Lunde Rørtveit og Hera Björk Þórhallsdóttir.

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir syngur lagið Someday í úrslitaþætti dönsku Eurovisionkeppninnar sem fram fer í danska Ríkissjónvarpinu 31.janúar næstkomandi. Vísir hafði samband við Heru Björk sem er stödd í Danmörku.

,,Mér líður bara alveg dásamlega. Þetta er rosalega spennandi. Frábærir krakkar sem ég er með skrifa lagið. Það eru þrír Svíar og ein dönsk stelpa. Þetta er æðislegt," segir Hera.

Hera Björk kann vel við sig í Danmörku. Hún hefur dvalið þar í tæp fimm ár.

,,Það voru allir voða kátir á blaðamannafundinum í dag," segir Hera aðspurð um viðbrögð dönsku þjóðarinnar.

,,Nei enginn tengir mig við íslenska útrásargengið þó ég fái útrás á sviðinu. Ég held að allir séu búnir fá nóg af því í bili," svarar Hera aðspurð hvort efnahagsástandið á Íslandi og hennar þjóðerni hafi borið á góma á blaðamannafundinum þar sem lögin sem komast í úrslitin voru kynnt.

,,Ég er kynnt sem dönsk- íslensk söngkona enda hef ég verið hér ,,on og off" í tæplega fimm ár. Ég tala dönsku og þess vegna gengur þetta upp. Öll viðtöl og allt fer fram á dönsku," segir Hera áður en kvatt er.

Heimasíða Heru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.