Innlent

ASÍ lýsir áhyggjum af gjaldskrárhækkunum hins opinbera

Miðstjórn ASÍ lýsir áhyggjum af þeim áhrifum, sem hækkanir á opinberum gjaldskrám hafa á útgjöld heimilanna og valda um leið hækkandi verðbólgu, sem áfram veldur svo hækkun á verðtryggðum skuldum.

Þetta á bæði við um hækkanir á gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu og aðrar hækkanir á opinberri gjaldtöku, auk hækkana á gjaldskrám sveitarfélaga, sem boðaðar hafa verið. Verðbólgan mældist liðlega 18 prósent í desember og gerir ASÍ ráð fyrir að hún vaxi enn á fyrstu mánuðum ársins, meðal annars vegna hækkana á gjaldskrám hins opinbera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×