Erlent

Stærsti heróínfundur Bretlands

Frá London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá London. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Risafarmur af heróíni sem talið er vera um 25 milljóna punda virði hefur verið gerður upptækur á Bretlandi. Þetta er talið vera stærsti heróínfundur í landinu. Landamæraeftirlit Bretlands á Heathrow stöðvaði vörusendingu með smávarningi sem kom til landsins frá Suður Afríku, fyrr í þessu mánuði. Þegar sendingin var skoðuð betur komu um 165 kíló af efninu í ljós.

Í kjölfarið var farið í húsleit í Maidstone í Kent þar sem meira heróín fannst. Einnig var leitað í Suður Afríku og fundust fleiri efni þar.

Alls hafa sjö verið handteknir vegna málsin, fimm í Suður Afríku og tveir í Bretlandi. Landamæraeftirlitið telur þetta vera stærsta heróínfund í sögu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×