Innlent

Leggja fram stjórnsýslukæru vegna Suðvesturlínu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Finnsson er formaður Náttúruverndasamtaka Íslands. Mynd/ Valgarður.
Árni Finnsson er formaður Náttúruverndasamtaka Íslands. Mynd/ Valgarður.
Náttúruverndasamtök Íslands hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30. október síðastliðinn um að framkvæmd við Suðvesturlínur á Suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum, sem henni eru háðar og eru á sama svæði.

Segir í kærunni að Náttúruverndarsamtök Íslands telji að í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum verði að meta sameiginlega tengdar framkvæmdir. Hér sé um að ræða afar stórar framkvæmdir og ljóst að ekki fáist heildarmynd af umhverfisáhrifum þeirra nema þær séu metnar saman í einu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×