Erlent

Sjónvarpsstöð falsaði myndskeið af Jackson

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Myndskeið, sem fór eins og eldur í sinu um Netið í júlí og virtist sýna Michael Jackson heitinn stíga sprelllifandi út úr bíl dánardómstjóra, var að sjálfsögðu gabb en nú hefur þýska sjónvarpsstöðin RTL viðurkennt að hafa útbúið myndskeiðið og sett það á Netið. Þetta játuðu menn þar á bæ fyrir CNN í gær og sögðu tilganginn hafa verið að sýna fram á hve auðveldlega sögusagnir komast á kreik á Netinu, svo sem á borð við þá að Jackson hafi sett andlát sitt á svið.

Myndskeiðið má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×