Innlent

Mögulegt að lækka höfuðstól Icesave um 20%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Skilanefnd Landsbankans á lausa 180 milljarða króna um áramótin og aðrir 120 milljarðar munu innheimtast úr þrotabúinu á næsta ári, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi fyrr í dag.

Steingrímur segir þetta verða til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda geti lækkað höfuðstól Icesave skuldarinnar um 160 milljarða króna á næsta ári eða um 20%.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir í samtali við Vísi að inni í þessari tölu, 180 milljörðum, sé ekki um neina eignasölu að ræða heldur sé um að ræða afborganir af góðum og traustum lánum úr lánasafni bankans sem greiddar hafi verið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×