Innlent

Köstuðu reiðhjóli í mann

Mennirnir köstuðu reiðhjóli í fórnarlambið.
Mennirnir köstuðu reiðhjóli í fórnarlambið.

Þrír menn hafa verið dæmdir í tveggja mánaða skilorðs­bundið fangelsi fyrir að slasa mann með höggum og spörkum og kasta svo í hann reiðhjóli. Sá sem fyrir árásinni varð úlnliðsbrotnaði og brotnaði einnig á baugfingri, auk fleiri áverka.

Árásin átti sér stað við verslunar­miðstöðina Fjörð í Hafnarfirði.

Rétt þótti að skilorðsbinda refsinguna í tvö ár þar sem óútskýrður dráttur hafði orðið á rannsókn málsins. Einn mannanna var fyrr á árinu dæmdur í hundrað þúsund króna sekt fyrir eignaspjöll.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×