Innlent

Rændu leikjatölvum í Skífunni

Brotist var inn í verslun Skífunnar á Laugarveginum um klukkan þrjú í nótt. Þjófarnir fóru inn um aðaldyr verslunarinnar og sást til þeirra þar sem þeir hlupu út með poka sem fullur var af munum úr versluninni. Talið er að þjófarnir hafi haft nokkrar leikjatölvur upp úr krafsinu. Að sögn lögreglu var um að ræða tvo aðila, hettuklædda og að sögn vitnis voru þeir snöggir að láta greipar sópa og hlupu svo frá versluninni og upp að Grettisgötu. Málið er í rannsókn en enginn hefur verið handtekinn ennþá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×