Innlent

Icesave: Samkomulag stendur

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.

Samkomulag stendur um hvernig fjallað verði um Icesave málið í fjárlaganefnd Alþingis á milli annarar og þriðju umræðu um málið. Í gær var mikil óvissa um hvort samkomulagið sem gert var á föstudag héldi en Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar segir í samtali við Fréttablaðið að þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan vildi skoða nánar verði skoðuð.

Á meðal þess sem ákveðið hefur verið að gera er að fá álit evrópskrar lögmannsstofu á samningnum. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður sjálfstæðisflokksins segist í samtali við Morgunblaðið ekki viss um hvort hægt verði að ljúka málinu í nefndinni fyrir jól.

Fundað var um Icesave málið fram til að ganga fimm í nótt og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt eftir hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×