Innlent

Maður hafnaði í sjónum í Hvammsvík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óhappið varð við Hvammsvík á Kjalarnesi. Mynd/ GVA.
Óhappið varð við Hvammsvík á Kjalarnesi. Mynd/ GVA.
Lögreglumenn úr Reykjavík og frá Akranesi og sjúkraflutningamenn komu meðvitundarlausum manni til hjálpar í Hvammsvík við Kjalarnes fyrir stundu. Björgunarmenn voru með töluverðan viðbúnað en greiðlega gekk að komast að manninum samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamanni. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu og ekki er hægt að greina frá tildrögum þess að maðurinn hafnaði í sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×