Innlent

Eldur í garðyrkjustöð

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Töluvert tjón varð þegar eldur kom upp í garðyrkjustöð að Flúðum í Hrunamannahreppi í gærkvöldi í húsnæði, þar sem verið var að rækta græðlinga að tómataplöntum. Heimamenn höfðu að mestu slökkt eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang, en mikill reykur var þá í húsinu og hafði eitthvað borist í áföst hús. Töluverðan tíma tók að reykræsta húsin og ekki liggur fyrir hvort græðlingarnir, sem eru hátt í fimm þúsund, eru ónýtir eða ekki. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar pera sprakk i gróðurhúsalampa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×